Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett gaf á mánudaginn 3,2 milljarða dollara til góðgerðamála samkvæmt tilkynningu frá fjárfestingarfyrirtæki hans Berkshire Hathaway. Buffett gaf samtals 18.628.189 B-hluti í Berkshire Hathaway til góðgerðasamtaka Bill og Melindu Gates auk fjögurra annara samtaka sem tengjast Buffett persónulega.

Buffett hefur aldrei selt nein bréf í Berkshire Hathaway en frá árinu 2006 hefur hann gefið 40% af hlutabréfum sínum til góðgerðasamtaka. Nemur andvirði gjafanna frá þeim tíma 27,54 milljörðum dollara. Buffett hefur gefið það út að hann muni á endanum gefa allan auð sinn til góðgerðamála með árlegum gjöfum.