Fjárfestirinn Warren Buffett hefur gefið samtals 48 milljarða Bandaríkjadala til góðgerðarmála síðustu 17 árin. Nú síðast gaf hann 4 milljarða dala. Gjafirnar eru að jafnvirði 6.336 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Buffett er í dag fimmti ríkasti maður í heimi samkvæmt Forbes. Ef hann hefði ekki gefið svo mikið væri hann í öðru sæti. Þá hefur ekki verið tillit gjafa annarra á listanum.

Bill Gates, persónulegur vinur Buffett, er í fjórða sæti Forbes listans. Hann hefur einnig gefið verulegt fé til góðgerðarmála.

Buffett á heilmikið eftir þrátt fyrir allar gjafirnar. Í dag á hann 100,9 milljarða dala eða 13.400 milljarða króna. Töluverðar hækkanir voru á Wall Street í gærkvöldi og jókst auður Buffett um 0,74%, eða 75 milljónir dala.