Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun á vefsíðu The New York Times.

Þar segir hann að tæp 240 þúsund heimili í Bandaríkjunum þéni meira en milljón Bandaríkjadala á ári og að hann myndi hækka skatta á þennan hóp strax. Hann segir að sjálfsögðu eigi arðgreiðslur og fjármagnstekjur að teljast með. Buffett segir einni að yfir átta þúsund hafi þénað meira en 10 milljónir Bandaríkjadala árið 2009 og að þessi hópir eiga að greiða enn hærri skatta.

Hér má lesa skoðun Warren Buffett í New York Times