Berkshire Hathaway, félag fjárfestisins Warren Buffet, hefur keypt hlut í Teva, móðurfélagi Actavis en hluturinn er metinn á um 358 milljónir dala sem samsvarar um 36 milljörðum króna að því er CNBC greinir frá .

Eftir að fregnir bárust af kaupum Buffets í Teva hækkuðu hlutabréf félagsins sem hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu misserum um 11%.

Viðskiptablaðið greindi frá því í desember að Teva hyggðist segja upp 14.000 starfsmönnum til þess að snúa við rekstrinum auk annarra hagræðingaraðgerða.