Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélagið sem Warren Buffett hefur stýrt um áratugaskeið, hefur keypt hlutabréf í bandaríska fjarskiptafyrirtækinu Verizon og og Wal-Mart.

Fram kemur í umfjöllun bandaríska tímaritsins Forbes að eignarhluturinn í Verizon nemur 0,5% hlut í félaginu. Fjárfestingarfélagið átti fyrir hlutabréf í Wal-Mart eða í kringum 50 milljón hluti. Rúmlega 8,5 milljónir hluta hafa nú bæst við eignasafnið og á Berkshire Hathaway nú sem nemur 4,1% hlut versluninni. Með kaupunum er sjóður Buffetts orðinn 5. stærsti hluthafinn í Wal-Mart.