Berkshire Hathaway, fjárfestingarfyrirtæki Warren Buffett hefur komið kanadíska fjármálafyrirtækinu Home Capital Group til bjargar eftir að fyrirtækið lenti í miklum lausafjárvandræðum. Home Capital er stærsti lánveitandi Kanada sem er ekki bankastofnun.

Björgunin felst í því að Berkshire Hathaway veitir Home Capital lánalínu upp á 1,51 milljarð dollara á 9% vöxtum. Berkshire er þar með orðinn lánveitandi til þrautavara. Auk lánalínunnar hefur Berkshire fjárfest í 38,4 % hlut í Home Capital Group fyrir um 400 milljónir dollara.

Frá því að tilkynnt var um fjárfestingu Buffett hefur hlutabréfaverð Home Capital hækkað um 27,2% og stendur nú í 19 Kanada dollurum. Buffet keypti hlutina í kanadíska fyrirtækinu á 10 Kanada dollara á hlut og hefur hluturinn hans því hækkað um 360 milljónir kanda dollara eða um 272 milljónir dollara.

Í frétt Reuters um málið segja greiningaraðilar að björgunin sé „dæmigerð fyrir Buffett". Hann sé í raun að taka litla áhættu á meðan hagnaðarvonin er mikil.