Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett segist lítið skilja í öðrum forstjórum fjárfestingafélaga sem haldi að sér höndum og séu hræddir við að fjárfesta. Í árlegum bréfi til fjárfesta Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags Buffetts, segir hann að leit standi yfir að nýjum fjárfestingum.

Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup Berkshire í Heinz matvælaframleiðandanum fyrir samtals 12 milljarða dollara. Ef marka má orðð Buffetts verða viðskiptin enn fleiri í ár.

Árangur Berkshire í fyrra var nokkuð slakur í sögulegu samhengi. Aukning bókfærðs virðis á hlut var minni en í S&P 500 vísitölunni. Á meðan bandaríski hlutabréfamarkaðurinn skilaði 16% ávöxtun í fyrra var ávöxtun félags Buffetts aðeins 14,4%. Það hefur aðeins gerst átta sinnum áður í 48 ára sögu Berkshire Hathaway.