Stöðnun einkennir bandarísk efnahagslíf þótt einstaka liðir, svo sem velta á fasteignamarkaði, láti svo sýnast sem allt sé á uppleið. Þvert á móti er fasteignamarkaðurinn að mjakast hægt upp á við eftir miklar lægðir frá því fasteignabólan sprakk. Þetta segir bandarísku fjárfestirinn Warren Buffett. Hann hefur verið tiltölulega bjartsýnn á horfurnar í bandarísku efnahagslífi en hefur nú dregið í land.

Hann var í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box hjá sjónvarpsstöðinni CNBC og sagði ennfremur að fremur hratt væri að fjara undan evrópsku efnahagslífi, sérstaklega hafi það sést greinilega síðastliðinn einn og hálfan mánuðinn. Hann var hins vegar sannfærður um að þjóðarleiðtogar á meginlandi Evrópu geti komið sér saman um aðgerðir til að snúa efnahagslífinu til betri vegar - jafnvel á innan við tíu árum. Hann hafði hins vegar ekki svör á reiðum höndum um það hvernig eigi að leysa úr vanda evrusvæðisins.  Evran er hins vegar ekki lausn, að hans mati. Hann útilokaði hins vegar ekki að hún verði til eftir tíu ár. Hún verði hins vegar ekki sama evran og evruríkin tóku upp fyrir 13 árum.