Warren Buffett, framkvæmdastjóri Berkshire Hathaway, segir að það versta sé að baki í tengslum við lánsfjárkreppuna á fjármálamörkuðum, að því er fram kemur í frétt Bloomberg. Hann segir ennfremur að seðlabanki Bandaríkjanna hafi komið í veg fyrir ringulreið með því að bjarga Bear Stearns.

Buffett, sem er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes tímaritinu, sagði ennfremur að enn ætti eftir að finnast mikill sársauki vegna veðlána einstaklinga.

Buffett segir að á milli 500 og 600 milljónir dala af tapi Berkshire vegna fjárfestinga í afleiðusamningum hafi gengið til baka frá því í lok mars. Verðmæti þessara fjárfestinga lækkuðu um 1.700 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi.