Milljarðamæringurinn Warren Buffett seldi á dögunum 1% hlut í Tesco verslunarkeðjunni fyrir 300 milljónir punda. Upphæðin samsvarar tæpum 59 milljörðum íslenskra króna.

Buffett átti fyrir 4,98% og er eign hans í Tesco ein stærsta eignin hans utan Bandaríkjanna. Buffett heldur á hlutnum í gegnum eignarhaldsfélag sinn Berkshire Hathaway.

Berkshire Hathaway hefur verið hluthafi í Tesco allt frá árinu 2006. Fréttavefur Telegraph segir að hluturinn hafi verið seldur 16. október.

Tesco tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hagnaður fyrirtækisins, fyrir skatta, hefði dregist saman um 24%.