*

laugardagur, 15. maí 2021
Erlent 3. maí 2020 13:42

Buffett selur hlut sinn í flugfélögum

Fjárfestingafélag Warren Buffett hefur selt 10% hlut sinn í fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna.

Ritstjórn
Buffett sagði það hafa verið mistök að fjárfesta í flugfélögunum á aðalfundi Berkshire Hathaway, sem hóf að kaupa í félögunum árið 2016.

Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag milljarðamæringsins og fjárfestisins Warren Buffett, hefur selt allan sinn hlut í fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna, og segir það hafa verið mistök að fjárfesta í flugiðnaðinum til að byrja með.

Þetta sagði hann á aðalfundi fjárfestingafélagsins. Félagið hóf að fjárfesta í Delta, American, Southwest og United árið 2016, eftir að hafa lengi forðast iðnaðinn, og átti um 10% hlut í hverju flugfélagi.

Sala hlutanna í dag skilaði Berkshire umtalsverðu tapi, en fjárfestingafélagið tapaði 50 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi.

Á fundinum sagði hann einnig að mannkynið stæði frammi fyrir breyttum heimi vegna kórónuvírussins.

Stikkorð: Warren Buffett