Bandaríska hagkerfið er í raun komið úr gjörgæslu og er nú í hægu batakerfi.

Þetta skrifar Warren Buffett, fjárfestir og stjórnarformaður Berkshire Hathaway í aðsendri grein í New York Times í dag en Buffett er sem kunnugt er einn af ríkustu mönnum heims.

Buffett tekur þó fram í grein sinni að yfirvöld þurfi á næstu misserum að eiga við það sem hann kallar í grein sinni „lyfjagjöf peningamálastefnunnar“ en þar vísar hann til gífurlegar peningaprentunar af hálfu bandaríska Seðlabankans síðustu misseri.

Þannig segir Buffett að mikil peningaprentun eigi eftir að skila sér í stigvaxandi verðbólgu sem stjórnvöld þurfi að bregðast skynsamlega við.

Buffett segir að stjórnvöld þurfi sömuleiðis að stíga varlega til jarðar í skuldsetningu hins opinbera. Þannig segir Buffett að skuldarsöfnun hins opinbera sé nú að vaxa hlutfallslega meira í hverjum mánuði á fætur öðrum en á síðasta ári og verði, ef fer sem horfir, um 56% af landsframleiðslu í lok árs.