Auðjöfurinn Warren Buffett veðjaði á bíla, banka og gervihnattarsjónvarp á öðrum fjórðungi ársins. Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag hans, hefur ekki fjárfest meira í yfir tvö ár.

Félagið jók hlut sinn í General Motors um 60% og á nú 1,3 milljarða dala hlut í bílaframleiðandanum. Þá hefur Berkshire Hathaway aukið hlut sinn í Wells Fargo bankanum um 1,1 prósent og keypt 23 milljóna punda hlut í gerihnattasjónvarpsfyrirtækinu Dish Network.

Minni fjárfestar og fjárfestingasjóðir fylgjast náið með fjárfestingum Berkshire Hathaway en fyrirtækið fékk samþykki fyrir því að hluti upplýsinga um fjárfestingar á öðrum ársfjórðungi yrði haldið leyndum. Áður hefur verið orðið við slíkum beiðnum.

Daily Telegraph greindi frá.