Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í dag, f.h. ríkisins, kaupsamning við Landsbanka Íslands hf. um kaup Landsbanka Íslands hf. á tilgreindum eignum og skuldum Lánasjóðs landbúnaðarins. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli tilboðs Landsbanka Íslands hf. þann 30. september s.l., en það var hæst þriggja tilboða sem bárust.

Kaupverðið er 2,653 ma.kr. og mun greiðsla eiga sér stað við afhendingu á hinu selda, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.

Umsjónaraðili sölunnar f.h. ríkisins var framkvæmdanefnd um einkavæðingu og fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár var nefndinni til ráðgjafar og liðsinnis.