Í Kópavogi er verið að ljúka við utanhúsfrágang á hæstu byggingu landsins sem væntanlega verður vinnustaður hundruða- og jafnvel þúsunda manna á komandi misserum. Byggingin er gríðarmikið mannvirki sem verktakinn JÁVERK hefur reist á undraskömmum tíma, þrátt fyrir erfiðleika vegna veðurs.

JÁVERK ehf. á Selfossi vinnur nú að byggingu hæsta húss Íslands fyrir Smáratorg ehf. sem er að stórum hluta í eigu færeyska stórathafnamannsins Jákub Jakobsen. Byggingin er 20 hæðir og rís 76,3 metra upp úr landinu. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 73 metrar. Framkvæmdir við bygginguna fóru seinna af stað en ráðgert hafði verið, en hefur samt miðað ótrúlega vel að sögn Gylfa Gíslasonar framkvæmdastjóra JÁVERKS.

Sjá úttekt Viðskiptablaðsins á hæsta húsi landsins sem stundum er kallað Færeyjaturninn manna á milli.