Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara hefur verið samið við flugumferðastjóra og munu þeir því hætta verkfallsaðgerðum sínum sem hófust klukkan sjö í morgun.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvað var samið en skrifstofa sáttasemjara segir að samningarnir séu á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fyrr á þessu ári.

Búið er að kveikja á vöfflujárninu eins og venja er þegar gengið er frá samningum hjá ríkissáttasemjara og verða samningarnir undirritaðir á næstu klukkustundum.