Bormönnum Ósafls í Óshlíðargöngum hefur miðað vel á leið sinni inn í fjallið frá báðum endum. Í lok síðustu viku var búið að bora og sprengja 1.736 metra, eða 33,6% af heildarlengd ganganna.

Borað er frá báðum endum, þ.e. frá Syðridal í Bolungarvík og frá Skarfaskeri í Hnífsdal.

Í síðustu viku gekk gröfturinn vel og þá náðist að sprengja 53 metra Hnífsdalsmegin. Þar var heildarlengd ganganna orðin 829 metrar. Frá Bolungarvík náðist að sprengja 60 metra í síðustu viku.

Var heildarlengd ganganna þeim megin þá orðin 907 metra.