Búi Örlygsson hefur tekið við sem forstöðumaður Eignastýringar hjá Landsbankanum. Hann hefur starfað við eignastýringu hjá Landsbankanum frá árinu 2000.

Búi er með B.Sc. próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst, meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja (MCF) frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

„Við þökkum fráfarandi forstöðumanni, Kristínu Erlu Jóhannsdóttur, fyrir samstarfið undanfarin sex ár og óskum henni velfarnaðar," segir í tilkynningu Landsbankans.

Eignastýring er hluti af sviðinu Eignastýring og miðlun. Eyrún Anna Einarsdóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri sviðsins.