Matsfyrirtækið Reitun hefur breytt horfum í lánshæfismati á Orkuveitu Reykjavíkur (OR) úr stöðugum í jákvæðar. Helstu ástæður þess eru sterkur rekstur og hversu vel hefur gengið að fylgja eftir Planinu – aðgerðaáætlun OR og eigenda hennar. Fram kemur í tilkynningu að Reitun gefur OR heildareinkunnina B+ en að OR Þurfi að styrkja lausafjárstöðuna, draga úr markaðsáhættu og borga niður skuldir til að sú einkunn hækki.

Orkuveitan segir á móti að unnið sé að því að styrkja lausafjárstöðuna m.a. með sölu eigna og sé gert ráð fyrir því að rúmlega 80 milljarðar króna verði greiddar inn á skuldir samkvæmt nýsamþykktum fjárhagsáætlunum.

Á meðal þess aðgera OR var að selja nýverið höfuðstöðvarnar til félags í rekstri Straums fjárfestingarbanka fyrir 5,1 milljarð króna. OR mun leigja þær áfram til 20 ára.