Samkvæmt óstaðfestum fréttum frá Al Jazeera-fréttastofunni hafa uppreisnarmenn í Líbíu drepið Múmmar Gaddafi.

Aðrar fréttir herma að Gaddafi hafi náðst í borginni Sirte og hann sé alvarlega særður.

Á vef sjónvarpsstöðvar stuðningsmanna Gaddafis er því haldið fram að þessar fréttir af handtöku Gaddafi séu ósannar. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur staðfest þá frétt.

Líbía er eitt stærsta olíuríki heim og framleiddi um 1,5 milljón tunna fyrir uppreisnina, um 2% af olíuþörf heimsins.  Talið er að það taki langað tíma að koma olíuframleiðslu í landinu í fullan gang.

Gaddafi
Gaddafi
© Aðsend mynd (AÐSEND)