Ríkisendurskoðun hefur skilað fyrsta hluta athugunar á máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Málið snýr að málskostnaði Más sem bankinn greiddi fyrir hann þegar hann deildi við bankann um laun.

Í Morgunblaðinu í dag segir að skoðað var mjög afmarkaður þáttur málsins um það hvernig bæri að flokka greiðslurnar. Það þurfi að liggja sem fyrst fyrir vegna ársreikninga. Blaðið segir ekki liggja fyrir hvenær athugunin liggur öll fyrir.

Bankaráð Seðlabankans fundar í dag til að fara yfir ársreikning bankans.