Stefnir hefur náð að koma saman eigendahópi til að kaupa 52,4% hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá af Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ). Stofnaður var sjóður, SF1, sem undirritaði kaupsamning við ESÍ í janúar síðastliðinn með fyrirvara um að fá fjárfesta til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu kemur fram að kaupin eru að fullu fjármögnuð með eiginfjárframlögum og fer enginn hluthafanna með stærri hlut en sem svarar til 10% hlutdeildar í Sjóvá.

Lífeyrissjóðir meðal eigenda

Stærstu eigendur SF1 eru:

Gildi lífeyrissjóður,

SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.),

SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins),

Frjálsi Lífeyrissjóðurinn

Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR)

Stapi Lífeyrissjóður

Fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5.

Festa lífeyrissjóður,

EGG ehf., (í eigu Ernu Gísladóttur)

Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur)

Lífeyrissjóður bænda

Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar)

Draupnir fjárfestingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jónssonar).

Þurfa samþykki ESÍ

Kaupsamningurinn er háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og stjórnar ESÍ, en vonast er til að afhending geti átt sér stað innan þriggja mánaða.

Stefnir hf., sem leiddi kaupsamningsferlið fyrir hönd kaupanda, er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Ráðgjafar kaupanda í ferlinu eru fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og lögmannsstofan