Veitingastaðnum á 19. og 20. hæð Turnsins við Smáratorg í Kópavogi var lokað í síðasta mánuði. Eik fasteignafélag eignaðist Turninn í ágúst í fyrra. Veitingastaðurinn var í eigu Betri Turns ehf. Vatnsendabóndinn Þorsteinn Hjaltested er skráður framkvæmdastjóri félagsins, stjórnarformaður og eigandi 41% hlutar. Félagið Betri turn tapaði 3,4 milljónum króna árið 2012 og 7,8 milljónum árið 2011.

Viðræður standa yfir um að leigja út hluta 19. hæðar Turnsins undir skrifstofur.

Vilhelm Patrick Bernhöft, framkvæmdastjóri eignasviðs Eikar fasteignafélags, segir í samtali við Markaðinn , fylgiblað Fréttablaðsins um viðskipti, í dag að hann eigi síður von á að veitingastarfsemi verði áfram á 19. og 20. hæð Turnsins.