Búið er að sprauta fyrsta eintakið af Airbus A350XWB vélinni í litum evrópska flugvélaframleiðandans Airbus.

Vélinni var í dag rennt út úr sprautuverkstæði Airbus í Toulouse í Frakklandi. Eins og regla er hjá Airbus fær vélin skráningarnúmerið MSN001, en það á við um allar frumgerðir véla hjá Airbus.

Í fréttatilkynningu frá Airbus kemur fram að það hafi tekið sjö daga að sprauta vélina. Búist er við því að henni verði fyrst reynsluflogið í sumar.

Gert er ráð fyrir þremur línum af A350 vélinni. Þær eru A350-800 sem mun sitja um 270 farþega, A359-900 sem mun sitja um 314 farþega og A350-1000 sem mun sitja allt að 350 farþega.

Hér að neðan má sjá myndir af vélinni þegar hún var rennt á milli flugskýla í Toulouse í morgun.

Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)
Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)

Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)
Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)

Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)
Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus. (Mynd: Airbus)

Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus.
Fyrstu vél Airbus af gerðinni A350XWB eftir að búið er að mála hana í litum Airbus.

Fyrsta eintakið af nýjustu hönnun Airbus, A350XWB sem hlýtur framleiðslunúmerið MSN001.
Fyrsta eintakið af nýjustu hönnun Airbus, A350XWB sem hlýtur framleiðslunúmerið MSN001.
© Aðsend mynd (AÐSEND)