Vefurinn Leiðrétting.is er nú kominn í loftið eftir að Alþingi samþykkt frumvörp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána og ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Þess má geta að ekki er þó búið að opna fyrir umsókn vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar. Segir á vefsvæðinu að opnað verði á umsóknir vegna þessa innan skamms.

Gert er ráð fyrir að vinnsla við útreikning á leiðréttingu hefjist eftir að umsóknartímabili lýkur hinn 1. september 2014 samkvæmt upplýsingum á vefsvæðinu. Engar upplýsingar verður hægt að gefa um fjárhæðir fyrr en að útreikningi loknum. Ekki er hægt á þessu stigi að reikna leiðréttinguna.