Um fimmti hluti íbúðabréfaflokksins HFF 14 hefur skipt um hendur frá því að lögum um gjaldeyrismál var breytt á þá lund að ekki mætti lengur fara með afborganir út úr landinu. Alls hafa um tíu milljarðar að nafnvirði skipt um hendur, sem samsvarar um fimm milljörðum að raunvirði. Ávöxtunarkrafan á bréfin hefur hækkað mjög, eða úr því að vera neikvæð um 10,3% og er nú jákvæð um 0,9%. Krafan á næsta flokk fyrir ofan, HFF 24, hækkaði tímabundið í um 1,9%, en er nú komin í tæp 1,4% og er það vegna áhuga fjárfesta á stuttum verðtryggðum pappírum í ljósi þess að útlit er fyrir að verðbólga sé aftur að fara á skrið.