Á þessu ári hefur verið gengið frá sölu byggingaréttar í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási fyrir 173 íbúðir og nú er svo komið að öllum fjölbýlishúsalóðum hefur verið ráðstafað. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að heildarandvirði sölu byggingaréttar og gatnagerðargjalda á þessu ári nema rúmum 848 milljónum króna.

Nýlega var gengið frá sölu byggingaréttar í framhaldi af útboði Reykjavíkurborgar í sumar og á tveimur síðustu fundum sínum samþykkti borgarráð úthlutun eftirtalinna lóða:

Haukdælabraut 22 – 30
Haukdælabraut 68
Haukdælabraut 76
Urðarbrunnur 17
Urðarbrunnur 72 – 74
Skyggnisbraut 14 – 18 og
Skyggnisbraut 26 – 30

Hæstbjóðendur í útboðinu í sumar hafa enn svigrúm til að skila inn gögnum, segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næsta útboð, en fyrirspurnum áhugasamra er haldið til haga á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar.