*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 3. maí 2019 17:31

Búið að semja fyrir um 2/3 starfsmanna

Ef horft er til alls vinnumarkaðarins hafa kjarasamningar verið gerðir fyrir um 2/3 starfsmanna á landinu.

Ritstjórn
Frá undirritun Lífskjarasamnings.
Haraldur Guðjónsson

Kjarasamningar hafa verið gerðir  fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmönnum á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Ef horft er til alls vinnumarkaðarins, að opinberum starfsmönnum meðtöldum, hafa kjarasamningar verið gerðir fyrir um tvo þriðju starfsmanna á landinu. SA greinir frá þessu á vef sínum.

Segir jafnframt að stóra myndin á vinnumarkaði sé því skýr eftir samninga við félög iðnaðarmanna 3. maí og Lífskjarasamninginn sem skrifað var undir 3. apríl.

Stikkorð: kjarasamningar SA