Búið er að skipa nýja stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) og framkvæmdastjórn samtakanna. Tilkynnt var á ársfundi samtakanna í byrjun mánaðar að Björgólfur hafi verið endurkjörinn formaður. Í sæti varaformanns sest Margrét Kristmannsdóttir. Fram kemur á vef SA að talsverð endurnýjun er í stjórn og framkvæmdastjórn.

Nýir stjórnarmenn Samtaka atvinnulífsins eru Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS, Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Kjöríss, Ari Edwald, forstjóri 365 - miðla, Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Deloitte, Þórir Garðarsson, starfandi stjórnarformaður Iceland Excursions-Allrahanda og Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Úr stjórninni ganga Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, Svana Helen Björnsdóttir starfandi stjórnarformaður Stika, Hjörleifur Pálsson, Finnur Árnason forstjóri Haga, Guðmundur H. Jónsson Norvik, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og Ólafur H. Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma.

Í framkvæmdastjórn eru svo Björgólfur Jóhannsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Grímur Sæmundsen, Höskuldur H. Ólafsson, Kolbeinn Árnason, Margrét Kristmannssdóttir, Margrét Sanders og Sigsteinn P. Grétarsson.

Úr framkvæmdastjórninni ganga Adolf Guðmundsson, Birna Einarsdóttir, Finnur Árnason, Hjörleifur Pálsson og Svana Helen Björnsdóttir.