Ekkert fékkst upp í rúmlega 47 milljón króna gjaldþrot Sæmundar í sparifötunum ehf. en skiptum á búinu lauk í upphafi árs. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Félagið, sem var dótturfélag KEX Hostels ehf., stóð að rekstri veitingastaðar og krák sem bar sama nafn og félagið og kremkexið.

Samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið skilaði, sá var fyrir reikningsárið 2018, varð 60 milljón króna tap á rekstri félagsins eftir nýtingu á yfirfæranlegu skattalegu tapi. Eignir félagsins námu þá 50 milljónum króna en skuldir 185 milljónum. Þar af stóðu viðskiptaskuldir í 134 milljónum. Eigið fé var neikvætt um 135 milljónir króna.

Meðal eigna Sæmundar í sparifötunum var félagið Hverfisgata 12 ehf. en það var úrskurðað gjaldþrota í september 2019, rúmu hálfu ári áður en móðurfélagið fór í þrot. Skiptum á því er ekki lokið.