© european pressphoto agency (european pressphoto agency)

'Stjórnvöld í Rússlandi hafa skrúfað fyrir gas til Úkraínu. Aðgerðin þykir skýr vísbending um harkalegra viðmót Rússa gagnvart Úkraínumönnum. Yuri Prodan, orkumálaráðherra Úkraínu, segir ekkert gas kom inn í landið.

Breska útvarpið ( BBC ) segir forsvarsmenn rússneska gasfyrirtækisins Gazprom gera kröfu um stjórnvöld í Úkraínu eigi eftir að greiða himinháan reikning og vilji þeir nú fá greitt fyrirfram. Reikningurinn er kominn í jafnvirði 4,5 milljarða dala, rúma 500 milljarða íslenskra króna. Krafa er gerð um að helmingur skuldarinnar verði greiddur til að gas fari að streyma um pípurnar frá Rússlandi til Úkraínu á nýjan leik.