Laust fyrir klukkan 7 í morgun var slökkvilið Akraness kallað út á Grundartanga vegna elds í járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði að því er Vísir greinir frá en nú hefur tekist að ráða niðurlögum eldsins.

Telur Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akranesi að eldur hafi kviknað í skautum á fjórðu hæð verksmiðjunnar, en ekki er vitað um tjón. Um 8.41 í morgun var tilkynnt að tekist hefði að slökkva eldinn.