Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segir það rangt að slitabú bankanna njóti einhvers afsláttar ef þau greiða stöðugleikaframlag í stað skats til að leysa þann greiðslujöfnuðarvanda sem þjóðarbúið glímir við. Þessu greinir Vísir f rá.

Fréttablaðið óskaði svara vegna umsagnar InDefence hópsins sem vill gera breytingar á frumvarpinu um stöðugleikaskatt. Stöðgleikaskilyrði eigi að nema sama og 39 prósenta stöðugleikaskattur. Sagður er vera 400 milljarða tekjumunur á leiðinni.

Í svari sínu segir Benedikt að um tvær ólíkar aðferðir sé að ræða. Skatturinn sé einskiptis ráðstöfun sem taki mið af stöðu hvers skattaðila 31. desember næstkomandi. Hann taki hins vegar ekki tillit til áhættu þjóðarbúsins vegna virðisbreytinga á eignum slitabúanna í framtíðinni.