Alexei Miller, forstjóri rússneska orkurisans Gazprom, býst við því að hagnaður félagsins verði 30 milljarðar Bandaríkjadala í ár og að tekjur félagsins verði 100 milljarðar dala.

Þetta kom fram í viðtali við forstjórann sem birtist á Vesti-fréttastofunni.

Miller segir að lánsfjárkreppan hafi lítil áhrif á risafyrirtæki á borð við Gazprom og það hafi greitt aðgengi að fjármagni.