Einungis Ólympíuleikarnir í Peking á næsta ári valda því að auglýsingatekjur á heimsvísu vaxa úr 169,9 milljörðum dollara á þessu ári í 182,4 milljarða dollara á næsta ári, eða sem svarar til um 11.309 milljarða króna., samkvæmt upplýsingum frá ZenithOptimedia, sem er hluti af stærstu fjölmiðlaráðgjafarfyrirtæki heims. Hlutur sjónvarpsauglýsinga í heildar auglýsingamarkaðnum á heimsvísu verður líklega um 38,2% á árinu 2008.