Samkvæmt frétt Reuters fundaði stjórn American International Group (AIG) í dag um hvort segja eigi framkvæmdastjóra félagsins, Martin Sullivan, upp störfum. Wall Street Journal greindu fyrstir frá þessu og sögðu uppsögnina ekki vera frágengna, en afar líklegt að af henni yrði. Talsmaður AIG neitaði að tjá sig um málið.

Stórir hluthafar hafa undanfarnar vikur viljað losna við Sullivan eftir að AIG hefur skilað miklu tapi síðastliðna ársfjórðunga.

Sullivan var ráðinn framkvæmdastjóri 2005.