Greiningaraðilar og sérfræðingar vestanhafs vænta þess að Seðlabankinn haldi áfram að lækka stýrivexti. Í gær bárust afar neikvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði, en 85.000 störf töpuðust á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Bloomberg greinir frá þessu.

Allt er eins er búist við því að stýrivextir verði komnir í 1.75% í júní næstkomandi. Greiningardeildar JP Morgan Chase, HSBC og Goldman Sachs hafa nú allar breytt stýrivaxtaspám sína í þá veru og jafnframt orðið svartsýnari á framvindu efnahagsmála í Bandaríkjunum.

Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard, segir í viðtali við Bloomberg að peningastefna hafi takmörkuð áhrif í aðstæðum sem þessu. „Seðlabankinn gerir það sem hann getur. Hins vegar má spyrja sig að því hversu mikil áhrif peningastefna hefur í miðju hruni á húsnæðismarkaði sem á sér stað með nokkurra áratuga millibili."