Aldis Upenieks, stjórnarformaður Norvik Banka, reiknar með því að hagnaður bankans á árinu 2007 aukist í 11,3 milljónir evra úr 4,9 milljónum í fyrra, en hagnaður bankans dróst saman um 42,5% á frá árinu 2005.

Stærsti hluthafinn í Norvik Banka er íslenska eignarhaldsfélagið Straumborg, sem stýrt er af Jóni Helga Guðmundssyni.

Samdráttinn má rekja til kostnaðar við aukin vöxt á árinu 2006, en þrátt fyrir minni hagnað bankans jukust innlán um 7,2% og útlánsafnið um 67% á milli ára.