Reiknað er með að fimm stærstu olíufélög á markaði í heiminum tilkynni um methagnað í næstu viku, þökk sé metháu olíuverði á 2. ársfjórðungi.

Meðalverð olíu á fjórðungnum var um 120 Bandaríkjadalir á tunnu, næstum því tvöfalt það verð sem var að meðaltali á 2. fjórðungi ársins 2007.

Greiningaraðilar reikna með að það muni auka tekjur um 30% í olíugeiranum, borið saman við 2. fjórðung 2007.

Spáð er að hagnaður Exxon Mobil, stærsta olíufélags heims í einkaeigu, verði um 13 milljarðar Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 10,3 milljörðum.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.