Sérfræðingar búast við að Seðlabanki Evrópu hækki vexti um 25 punkta í 2,75% á fimmtudaginn og segir greiningardeild Kaupþings banka hækkunina hafa áhrif hér.

?Ljóst er að bróðurpartur erlendra skulda Íslendinga er í evrum á breytilegum vöxtum og því mun vaxtahækkun þar á bæ hafa talsverð áhrif hér á landi," segir greiningardeildin.

?Í fyrsta lagi mun hærri fjármagnskostnaður leiða til aukins flæði fjármagns úr landi sem hefur áhrif til veikingar krónunnar. Í öðru lagi ætti aukin fjármagnskostnaður þá sér í lagi fyrirtækja í landinu - en lítið er um að heimili skuldi í erlendri mynt ? að hjálpa til við að draga úr þenslu í hagkerfinu og verka líkt og innlend vaxtahækkun," segir Kaupþing.