Almennt er búist við því að peningamálanefnd bandaríska Seðlabankans munu hækka stýrivexti á fundi sínum í dag. Sérfræðingar reikna með að stýrivextir hækki í 5,25%. Gangi hækkunin eftir er þetta í 17da skiptiuð í röð sem vextir hækka og hafa þeir ekki verið hærri frá því í mars 2001.

Ben Bernanke aðalseðlabankastjóri hefur sagt að þróun verðlags í Bandaríkjunum sé áhyggjuefni. Hagvöxtur hefur verið stöðugur í Bandaríkjunum að undanförnu en hækkandi orkuverð hefur leidd til meiri verðbólgu en talin er ásættanleg.

Vandinn sem bandaríski seðlabankinn stendur hins vegar frammi fyrir er að vísbendingar eru um að framundan sé hægari hagvöxtur.