Búist er við að bandaríski seðlabankinn muni hækka stýrivexti í dag um 25 punkta - hækka úr 3,25% í 3,5%.

Sérfræðingar reikna með vaxtahækkun seðlabankans og yrði það 10 mánuðurinn í röð sem vextir hækka. Hagvöxtur hefur verið góður í Bandaríkjunum og verg landsframleiðsla jókst um 3,4% apríl til júní, umreiknað til árshækkunar. Mikill þrýstingur hefur verið á verðlag á undanförnum mánuðum, spenna á vinnumarkaði og hækkandi olíuverð.

Vaxtahækkunin endurspeglar góðan vöxt efnahagslífsins en aðeins eru þrjú ár síðan stýrivextir voru 1%. Sérfræðingarbúast við enn frekari hækkunum vaxta á komandi mánuðum. Vaxtahækkun á að öðru jöfnu að styrkja gengi dollars.