Gengi bréfa í British Petrol (BP) lækkaði um 3% í kauphöllinni í London í gær eftir að Financial Times sagði frá því að forstjóri félagsins, Tony Hayward, hefði varað starfsmenn BP við því að tekjur á þriðja ársfjórðungi myndu dragast verulega saman.

Á starfsmannafundi sem Hayward hélt í Houston sagði hann við starfsmenn að tilkynnt yrði um miklar skipulagsbreytingar á rekstri fyrirtækisins í næsta mánuði. Í frétt Financial Times kemur jafnframt fram að afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi verði væntanlega hin versta í fimmtán ár.