Á morgun kemur út tölvuleikurinn Grand Theft Auto IV (GTA IV). Búist er við því að leikurinn slái öll eldri sölumet, en hann er sá fjórði í seríu sem nú þegar hafa selst yfir 70 milljón eintök af síðastliðinn áratug. Búist er við því að 6 milljón eintök seljist af nýja leiknum á fyrstu viku hans á markaði, sem myndi skila framleiðendum hans einum milljarði Bandaríkjadala í hagnað.

Samkvæmt frétt Guardian halda sérfræðingar því fram að þessar tölur undirstriki vaxandi kraft tölvuleikjaiðnaðarins, sem sé farinn að hafa áhrif á aðra hluta skemmtanaiðnaðar, svo sem kvikmyndahús. Kvikmyndatímaritið Variety telur að velgengni leikjarins gæti haft áhrif á þær kvikmyndir sem koma út í sumar, og gert þeim erfitt að keppa um athygli ungu kynslóðarinnar.

Ótti um samdrátt gætu gert lífið enn erfiðara fyrir kvikmyndaiðnaðinn, þar sem menn líta á tölvuleikjaiðnaðinn sem örugga höfn fyrir fjármagn í skemmtanaiðnaðinum. Guardian hefur eftir greiningaraðila að leikjaiðnaðurinn verði ekki fyrir miklum áhrifum af samdrætti, þar sem þeir endast og fólk sem ekki hefur mikið fé milli handanna vill vera heima hjá sér.

GTA IV hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og New York Times sagði nýlega að leikurinn tæki tölvuleiki á hærra stig en áður hefur sést.