Ekki er útilokað að atvinnuleysi á evrusvæðinu hafi farið í 12,1% í mars. Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, birtir nýjustu upplýsingar sínar i dag. Gangi þessi svartsýnisspá eftir er ljóst að atvinnuleysi hefur aldrei verið meira á evrusvæðinu en nú um stundir. Til samanburðar mældist 12% atvinnuleysi á evrusvæðinu í febrúar.

Nokkur munur er á atvinnuleysi eftir evruríkjum. Það hefur fram til þessa verið mest á Spáni og er útlit fyrir að það hafi farið í allt að 27% í marsmánuði. Breska dagblaðið Guardian segir á vef sínum í dag mikið atvinnuleysi m.a. afleiðingar af miklum niðurskurði hjá hinu opinbera í skugga efnahagssamdráttar.