Hagnaður fyrirtækja verður minni á þessu ári en í fyrra og útlit fyrir að draga muni úr framlegð af rekstri þeirra á næstu sex mánuðum. Þetta er mat stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins.

Í niðurstöðum könnunar Capacent fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann, kemur fram að tæpur helmingur stjórnenda fyrirtækjanna, eða 45% þeirra, telji að fram framlegð fyrirtækja muni standa í stað en rúmur þriðjungur að hún muni minnka.

Þá búast stjórnendur fyrirtækjanna að jafnaði við því að eftirspurn muni haldast óbreytt á innanlandsmarkaði en að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu haldi áfram að aukast á erlendum mörkuðum. Helmingur stjórnenda útflutningsfyrirtækja telur þó að eftirspurn á erlendum mörkuðum verði óbreytt á næstu sex mánuðum.

Niðurstöður könnunarinnar