Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn er við málarekstur lögfræðiteymis Íslands í Icesave-málinu. Búist er við að hann hlaupi á tugum milljónum króna.

Fram kom á fundi með málflutningsteyminu í Þjóðmenningarhúsinu í dag að ekki sé búið að taka kostnaðinn saman. Fundinn sátu m.a. Tim Ward, sem fór fyrir lögfræðingateymi Íslands, og aðrir lögfræðingar í því. Hverju sem því líður þá hefur verið sótt um heimild í fjárlögum til að fá upp í kostnaðinn.