Allt stefnir í metár á næsta ári í skipakomum til landsins ef marka má frétt Morgunblaðsins í dag.

Í samtali við Ernu Kristjánsdóttur, markaðs- og gæðastjóri Faxa­flóa­hafna, kemur fram að almennt sé gert ráð fyrir aukningu á þessum markaði á næsti árum. Sumarvertíð í kringum skemmtiferðaskipin hefst af alvöru um og eftir hvítasunnuhelgi.

Frá og með næstu viku mun skip koma að landi á Íslandi nánast á hverjum degi fram í miðjan september. Samkvæmt fréttinni er alls bú­ist við um 109 þúsund farþegum til Reykja­vík­ur í sum­ar og um 95 þúsund til Ak­ur­eyr­ar. Skipa­kom­ur eru 113 til Reykja­vík­ur og um 100 til Ak­ur­eyr­ar, en þessi skip koma mörg hver einnig víðar við um landið í sum­ar.