Vinnumálastofnun telur líkur á því að atvinnuleysi muni aukast lítillega í þessum mánuði og verði á bilinu 6,7 til 7,0 prósent. Atvinnuleysi mældist 6,6 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt upplýsingum sem Vinnumálastofnun birti fyrr í dag.

Vinnumálastofnun segir árstíðabunda aukningu atvinnuleysis yfirleitt hefjast í október. Til samanburðar hafi atvinnuleysi mælst 7,1 prósent í september í fyrra og það farið í 7,5 prósent í mánuðinum á eftir.