*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 7. ágúst 2014 19:00

Búast við fleirum á lokasprettinum

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið 23. ágúst næstkomandi.

Ritstjórn

Hlauparar hafa sýnt mikinn metnað í sumar og mæta tæplega 20 manns í hvert skipti á hlaupaæfingar Íslandsbanka. Búist er við enn fleiri á síðustu æfingarnar nú þegar rétt tvær vikur eru í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Þetta segir Dögg Hjaltalín, upplýsingafulltrúi bankans.

„Tvisvar í viku hittist hlaupahópur hjá Íslandsbanka og er hann opinn öllum. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar klukkan 17:30 og hittist hópurinn við gula bakhúsið á Kirkjusandi. Þrautreyndir þjálfarar sjá um fjölbreyttar æfingar hópsins og er skipt upp í tvo hópa, fyrir byrjendur og svo lengra komna. Æfingarnar henta bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í hlaupum ásamt þeim sem eru lengra komnir. Æfingarnar samanstanda af hlaupum, hlaupaæfingum og góðum teygjum í lokin.“